Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandliðsins, var brattur eftir að dregið var í riðla fyrir lokakeppni EM í Sviss næsta sumar.
Ísland lenti með heimakonum, sem og Noregi og Finnlandi í riðli og geta Stelpurnar okkar verið nokkuð sáttar við þennan drátt.
„Þetta eru sterk lið, öll liðin í þessari keppni eru góð. Spaugilega hliðin á þessu er að við erum bæði með Noregi og Sviss í riðli í Þjóðadeildinni líka svo við komum til með að spila við þær þjóðir tvisvar áður en við mætum þeim í lokakeppninni,“ sagði Þorsteinn eftir að dregið var í riðlana.
Það er ekkert launungarmál að Ísland ætlar sér upp úr þessum riðli og í 8-liða úrslit mótsins.
„Við stefnum að því að vera í öðru af efstu tveimur sætunum. Það er grunnmarkmiðið okkar á þessu móti,“ sagði Þorsteinn.
🎙️ Viðbrögð Þorsteins H. Halldórssonar, þjálfara A kvenna, eftir að dregið var í riðla á EM 2025.#viðerumísland pic.twitter.com/PpkpndfmIu
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 16, 2024