fbpx
Mánudagur 16.desember 2024
433Sport

Þorsteinn bregst við drættinum í dag – „Það er grunnmarkmiðið okkar á þessu móti“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 16. desember 2024 21:00

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands. Mynd - Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandliðsins, var brattur eftir að dregið var í riðla fyrir lokakeppni EM í Sviss næsta sumar.

Ísland lenti með heimakonum, sem og Noregi og Finnlandi í riðli og geta Stelpurnar okkar verið nokkuð sáttar við þennan drátt.

„Þetta eru sterk lið, öll liðin í þessari keppni eru góð. Spaugilega hliðin á þessu er að við erum bæði með Noregi og Sviss í riðli í Þjóðadeildinni líka svo við komum til með að spila við þær þjóðir tvisvar áður en við mætum þeim í lokakeppninni,“ sagði Þorsteinn eftir að dregið var í riðlana.

Það er ekkert launungarmál að Ísland ætlar sér upp úr þessum riðli og í 8-liða úrslit mótsins.

„Við stefnum að því að vera í öðru af efstu tveimur sætunum. Það er grunnmarkmiðið okkar á þessu móti,“ sagði Þorsteinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Yfirgnæfandi líkur á að þetta verði næsti áfangastaður Rashford

Yfirgnæfandi líkur á að þetta verði næsti áfangastaður Rashford
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sævar ræðir óvenjulegt fyrirkomulag í Danmörku – „Ég skil ekki pælinguna með þessu“

Sævar ræðir óvenjulegt fyrirkomulag í Danmörku – „Ég skil ekki pælinguna með þessu“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vestmannaeyjabær hafnar beiðni ÍBV – „Verður ekki annað séð en að það markmið náist“

Vestmannaeyjabær hafnar beiðni ÍBV – „Verður ekki annað séð en að það markmið náist“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gagnrýndi sjálfan sig og liðsfélagana harkalega eftir tapið gegn United – „Ef þú gerir eitthvað svo heimskulegt áttu skilið að borga fyrir það“

Gagnrýndi sjálfan sig og liðsfélagana harkalega eftir tapið gegn United – „Ef þú gerir eitthvað svo heimskulegt áttu skilið að borga fyrir það“
433Sport
Í gær

Ein sú umdeildasta ásökuð um að hafa farið yfir strikið í leit að athygli: Birti mjög djarfar myndir – ,,Ertu nú byrjuð að auglýsa á þér geirvörturnar?“

Ein sú umdeildasta ásökuð um að hafa farið yfir strikið í leit að athygli: Birti mjög djarfar myndir – ,,Ertu nú byrjuð að auglýsa á þér geirvörturnar?“
433Sport
Í gær

Sjáðu frábært sigurmark Diallo gegn Manchester City

Sjáðu frábært sigurmark Diallo gegn Manchester City