Manchester United hefur ákveðið að selja Marcus Rashford og er það hluti af hressilegri tiltekt hjá félaginu og tilraun til að búa til nýja menningu. Þetta kemur fram í The Guardian.
Sir Jim Ratcliffe eignaðist United í sumar og á dögunum tók Ruben Amorim sem stjóri. Áætlunin er að breyta menningunni þar sem staðlarnir hjá félaginu hafa hrunið undanfarin ár og vilja þeir laga það.
Untied er til í að selja Rashford á um 40 milljónir punda í janúar en það gæti orðið erfitt að losa hann vegna launapakka hans upp á 365 þúsund pund á viku.
Rashford var hafður utan hóps hjá Amorim í gær í 1-2 sigrinum á Manchester City. Það sama má segja um Alejandro Garnacho.