UEFA hefur gefið út leikdagana fyrir undankeppni HM 2026 og þar með er ljóst hvenær íslenska karlalandsliðið spilar leiki sína í keppninni.
Ísland verður þar í riðli með sigurvegaranum úr viðureign Frakklands og Króatíu í 8 liða úrslitum Þjóðadeildarinnar, Úkraínu og Azerbaídsjan.
Ísland hefur leik á Laugardalsvelli gegn Aserbaídsjan 5. september, áður en liðið heldur til Frakklands eða Króatíu.
Svo taka við tveir heimaleikir í október og tveir útileikir í nóvember eins og venjan er.
Leikir Íslands
Ísland – Aserbaídsjan – 5. september
Frakkland/Króatía – Ísland – 9. september
Ísland – Úkraína – 10. október
Ísland – Frakkland/Króatía – 13. október
Aserbaídsjan – Ísland – 13. nóvember
Úkraína – Ísland – 16. nóvember