Manchester City hefur sent út yfirlýsingu í kjölfar andláts stuðingsmanns liðsins á leiknum gegn Manchester United í gær. Stuðningsmaðurinn var í stúkunni og lést á meðan leiknum stóð.
„Við höfum fengið fregnir af andláti stuðningsmanns í kjölfar þess að neyðartilvik kom upp á leik gærdagsins. Hugur okkar allra er hjá fjölskyldu og vinum á þessum erfiðu tímum,“ segir í yfirlýsingu City.
Leikurinn var ekki stöðvaður vegna atviksins í gær. Lauk honum með 1-2 sigri United.
Manchester City are aware of the tragic news that one of our supporters passed away following a medical incident at yesterday's match.
The thoughts of everyone at the Club are with their family and friends at this incredibly difficult time.
— Manchester City (@ManCity) December 16, 2024