Goðsögnin Juninho Pernambucano segir að Neymar, fyrrum stjarna Paris Saint-Germain, aðeins leikið með félaginu til að græða peninga og ekkert annað.
Neymar fékk um 600 þúsund pund á viku hjá PSG en hann samdi við félagið árið 2018 og kostaði yfir 200 milljónir evra.
Að sögn Juninho hafði Neymar lítinn sem engan áhuga á að spila fyrir PSG en hann er í dag á mála hjá Al-Hilal í Sádi Arabíu.
,,Í Brasilíu er okkur kennt að hugsa bara um peningana en það er ekki eins í Evrópu,“ sagði Juninho.
,,Mér var kennt að fara þar sem ég myndi þéna mest. Það er brasilíska leiðin og ég gerði mín mistök.“
,,Horfið á Neymar. Hann fór til PSG og það var bara vegna peningana. PSG gaf honum allt.“
,,Vandamálið í Brasilíu er græðgi. Fólk heimtar meira og meira og gleymir því að fótboltinn er alltaf í fyrsta sæti.“