Sævar Atli Magnússon, landsliðsmaður og leikmaður Lyngby í Danmörku, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Sævar er nú í vetrarfríi, en það er ansi langt í dönsku úrvalsdeildinni eða tveir og hálfur mánuður.
„Þetta er mjög skrýtið. En það er fínt að fá svona langt jólafrí svo ég kvarta ekki,“ sagði Sævar í þættinum, en Lyngby er 6 stigum frá öruggu sæti nú þegar hléið er gengið í garð.
Danska úrvalsdeildin klárast á vorin og hefst um það bil um mitt sumar. Vetrarfríiið er því mun lengra en sá tími sem líður á milli leiktíða
„Klárlega, það er 6 vikna undirbúningstímabil en á sumrin eru það 3 vikur. Við fengum nýjan þjálfara í sumar og hann fékk bara þrjár vikur. Þetta er mjög skrýtið en ég er búinn að venjast þessu. En liðin eru að sækja meira í janúar en á sumrin,“ sagði Sævar.
„Það er líka ótrúlega gaman að spila fótbolta á sumrin í Danmörku svo ég skil ekki pælinguna með þessu.“
Umræðan í heild er í spilaranum.