Hallgrímur Mar og Hrannar Björn Steingrímssynir, sem spila með KA, skutu hressilega á Ríkharð Óskar Guðnason, Rikka G, á samfélagsmiðlum í gær.
Ástæðan fyrir því var frammistaða Manuel Ugarte í sigri Manchester United á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ríkharð, sem er dagskrárstjóri FM957 og þáttastjórnandi Þungavigtarinnar ásamt fleiru, hafði áður gagnrýnt miðjumanninn.
„Þá sagði king Rikki sem mér fannst svo fyndið: Ugarte eru ömurleg kaup,“ skrifaði Hallgrímur eftir leik í gær og bróðir hans tók undir: „Verstu kaup tímabilsins velti hann fyrir sér. That makes sense.“
Ríkharð átti eftir að svara bræðrunum að norðan.
„Ugarte átti einn góðan leik gegn liði sem myndi eflaust lenda í veseni gegn Fylki í dag. Kannski ástæða að þið tveir fáið greitt fyrir að spila fotbolta en ekki tala um hann,“ sagði hann meðal annars.
„United og Ugarte eru í 13.sæti. Myndi bara shut my piehole,“ bætti hann við.
Verstu kaup tímabilsins velti hann fyrir sér. That makes sense.
— Hrannar Björn (@hrannarbjorn) December 15, 2024