Markvörðurinn Manuel Neuer væri til í að vera áfram hjá Bayern Munchen á næstu leiktíð.
Þetta sagði kappinn í viðtali í Þýskalandi, en samningur hans er að renna út í lok tímabils.
Neuer er orðinn 38 ára gamall og hefur verið á mála hjá Bayern síðan 2011.
„Ég held að báðir aðilar yrðu glaðir ef þetta samstarf heldur áfram. Það liggur samt ekkert á. Ég þarf að ná mér af meiðslunum,“ sagði Neuer.
Búast má við því að Neuer snúi aftur eftir meiðsli eftir áramót.
Undanfarið hefur Bayern verið orðað við markverði sem gætu leyst Neuer af til frambúðar og má þar nefna Bart Verbruggen hjá Brighton.