Pep Guardiola segir í dag að hann sé ekki nógu góður þjálfari þrátt fyrir stórkostlegan árangur undanfarin ár.
Guardiola er stjóri Manchester City sem tapaði 2-1 gegn Manchester United í gær en leikið var á Etihad vellinum.
Guardiola virðist ekki ná til leikmanna City í dag en liðið hefur unnið einn af síðustu 11 leikjum sínum.
Spánverjinn tekur það algjörlega á sig og neitar að kenna leikmönnum um það sem er í gangi innan félagsins í dag.
,,Ég er yfirmaðurinn, ég er stjórinn. Ég þarf að finna lausn á þessu. Ég er ekki nógu góður,“ sagði Guardiola.
,,Það er svo einfalt. Ég er ekki að gera nógu góða hluti og það er sannleikurinn.“