RB Salzburg er búið að reka Pep Lijnders úr starfi knattspyrnustjóra.
Lijnders er þekktastur fyrir að starfa sem aðstoðarmaður Jurgen Klopp hjá Liverpool í fjölda ára en í sumar tók hann skrefið og tók við stjórastarfinu hjá Salzburg.
Þar hefur hins ekki gengið nógu vel og er Salzburg í fimmta sæti austurrísku deildarinnar og með 3 stig eftir sex leiki í Meistaradeildinni.
Félagið hefur því tekið þá ákvörðun að láta Lijnders fara eftir um hálft ár í starfi.
🚨 OFFICIAL: RB Salzburg have sacked the manager Pep Lijnders, it’s over! 👋🏻
Former Jurgen Klopp assistant has been fired after recent poor results. pic.twitter.com/6z3Ihpgith
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 16, 2024