Adam gekk í raðir Perugia frá Val á láni í sumar og kann vel við sig á Ítalíu. Hann skellti sér í viðtal þar í landi á dögunum. Sýndi hann frá því og virtist hann einnig skjóta á Albert Guðmundsson, leikmann Fiorentina og góðan vin sinn, í leiðinni.
„Fyrsta viðtalið á ítölsku. Hvernig gengur þér að læra hana vinur?“ skrifaði Adam á samfélagsmiðilinn X og merkti (taggaði) Albert.
Fyrsta viðtalið á Itölsku, @snjallbert hverrnig gengur hjá þer að læra hana vinur? pic.twitter.com/Re7qaCaEYD
— Adam Palsson (@Adampalss) December 13, 2024
Það er óhætt að segja að færslan hafi slegið í gegn og hafa vel yfir 200 manns sett „like“ við hana þegar þetta er skrifað.
Albert skipti einnig um lið í sumar og gekk í raðir stórliðs Fiorentina. Var hann áður hjá Genoa í um tvö og hálft ár og stóð sig stórkostlega.
Þess máta geta að Adam fór í ítarlegt viðtal um fyrstu mánuði sína í ítalska boltanum hér á 433.is á dögunum og má nálgast það hér.