fbpx
Mánudagur 16.desember 2024
433Sport

Fór í viðtal og sendi væna sneið á Albert – „Hvernig gengur þér?“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 16. desember 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adam Pálsson, leikmaður Perugia á Ítalíu, er ávalt léttur og bauð hann upp á skemmtilega færslu á samfélagsmiðlum fyrir helgi.

Adam gekk í raðir Perugia frá Val á láni í sumar og kann vel við sig á Ítalíu. Hann skellti sér í viðtal þar í landi á dögunum. Sýndi hann frá því og virtist hann einnig skjóta á Albert Guðmundsson, leikmann Fiorentina og góðan vin sinn, í leiðinni.

„Fyrsta viðtalið á ítölsku. Hvernig gengur þér að læra hana vinur?“ skrifaði Adam á samfélagsmiðilinn X og merkti (taggaði) Albert.

Það er óhætt að segja að færslan hafi slegið í gegn og hafa vel yfir 200 manns sett „like“ við hana þegar þetta er skrifað.

Albert skipti einnig um lið í sumar og gekk í raðir stórliðs Fiorentina. Var hann áður hjá Genoa í um tvö og hálft ár og stóð sig stórkostlega.

Þess máta geta að Adam fór í ítarlegt viðtal um fyrstu mánuði sína í ítalska boltanum hér á 433.is á dögunum og má nálgast það hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ein sú umdeildasta ásökuð um að hafa farið yfir strikið í leit að athygli: Birti mjög djarfar myndir – ,,Ertu nú byrjuð að auglýsa á þér geirvörturnar?“

Ein sú umdeildasta ásökuð um að hafa farið yfir strikið í leit að athygli: Birti mjög djarfar myndir – ,,Ertu nú byrjuð að auglýsa á þér geirvörturnar?“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu frábært sigurmark Diallo gegn Manchester City

Sjáðu frábært sigurmark Diallo gegn Manchester City
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Amorim um Rashford og Garnacho: ,,Ég fylgist með öllu“

Amorim um Rashford og Garnacho: ,,Ég fylgist með öllu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Brighton fékk óvæntan skell á heimavelli

England: Brighton fékk óvæntan skell á heimavelli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli