fbpx
Mánudagur 16.desember 2024
433Sport

Eyþór gefur lítið fyrir gagnrýnina – ,,Maður verður auðvelt skotmark”

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 16. desember 2024 12:30

Eyþór Wöhler Mynd: Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Wöhler, knattspyrnumaður og tónlistarstjarna segir það í raun algjöra tilviljun að hann hafi endað í tónlist. Eyþór, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, er með marga bolta á lofti. Auk þess að vera bæði fótboltamaður og tónlistarmaður útskrifaðist hann nýverið sem markaðs- og viðskiptafræðingur úr háskóla. Ofan á það var hann að gefa út sína aðra bók. Hann segist kunna best við sig þegar það er mikið í gangi.

,,Ég þoli ekki að vera heima hjá mér og hanga þar. Ég verð að vera á ferðinni og gera hluti. Ég vakna og fer út og er meira og minna úti allan daginn að gera hluti. Ég er svona gæi sem chillar ekki. Það er ekki búið að greina mig, en ætli ég sé ekki ofvirkur með athyglisbrest. En ég hef samt átt frekar auðvelt með nám í gegnum tíðina, þó að ég hafi ekkert alltaf lært eitthvað brjálæðislega mikið. En ég hugsa að minni 16 ára skólagöngu sé lokið núna,“ segir Eyþór, sem nýtur þess í botn að vera kominn á fullt í tónlistina.

,,Tónlistarferilinn byrjaði eiginlega fyrir tilviljun þegar við ákváðum að taka upp lag félagarnir og notuðum TikTok til að koma því á framfæri. Fyrst var ekki einu sinni planað að gefa þetta út, en svo fannst okkur lagið það gott að við ákváðum að kýla á þetta. En þegar ég skoða gömul TikTok myndbönd af þessu, þá er ekki heil brú í sumum þeirra. En svo hélt þessi bolti bara áfram að rúlla og nú eru komnar tvær plötur á aðeins fimm mánuðum. Þetta er snjóbolti sem vonandi heldur bara áfram að rúlla. Ég er mjög þakklátur fyrir þetta allt saman og nýt mín í botn í þessu. Ég vil bara hamra járnið áfram á meðan það er heitt.”


Eyþór var orðinn nokkuð auðvelt skotmark í fótboltanum í sumar þegar ekki gekk vel hjá KR og sumir töldu að tónlistin væri að hafa áhrif á hann inni á vellinum. Hann gefur ekki mikið fyrir þá gagnrýni.

,,Maður verður auðvelt skotmark, sérstaklega þegar maður er orðinn prófíll einhvers staðar annars staðar. Ég mætti alltaf á æfingar og gerði allt sem ég gat til að standa mig og tel að það hafi ekkert verið hægt að kvarta undan vinnuframlaginu frá mér í fótboltanum. En það voru skrifaðar einhverjar fréttir í sumar um þetta, en ég tók það ekki inn á mig. En ég skil alveg eðli fjölmiðla og það selur auðvitað að benda á einhvern sem er orðinn vinsæll tónlistarmaður. En það eru 11 menn á vellinum og ég var oft á varamannabekknum. Ég reyni bara alltaf að gera mitt allra besta og sýna það í verki að ég geti látið það ganga upp að vera bæði í fótbolta og tónlist. Það er ekki hægt að festast í að pæla í einhverju umtali. Maður á alltaf lélega leiki inn á milli alveg sama hvort maður er í tónlist eða ekki. Þetta er bara eins og hver önnur vinna og margir fótboltamenn á Íslandi eru í annars konar vinnum, en það er ekki jafngaman að benda á það eins og tónlistina.”

Hægt er að nálgast viðtalið við Eyþór og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola sigraður eftir tapið: ,,Ég er ekki nógu góður“

Guardiola sigraður eftir tapið: ,,Ég er ekki nógu góður“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fór í viðtal og sendi væna sneið á Albert – „Hvernig gengur þér?“

Fór í viðtal og sendi væna sneið á Albert – „Hvernig gengur þér?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim um Rashford og Garnacho: ,,Ég fylgist með öllu“

Amorim um Rashford og Garnacho: ,,Ég fylgist með öllu“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

England: Brighton fékk óvæntan skell á heimavelli

England: Brighton fékk óvæntan skell á heimavelli
433Sport
Í gær

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“
433Sport
Í gær

Gary O’Neil rekinn frá Wolves

Gary O’Neil rekinn frá Wolves