Það verður engin myndbandsdómgæsla, VAR, í fyrstu umferðum enska bikarsins en knattspyrnusambandið hefur staðfest þetta.
Úrvalsdeildarliðin sem og liðin úr Championship deildinni koma inn í 3. umferð eftir áramót, en þar verður ekkert VAR og ekki heldur í 4. umferð.
VAR verður svo notað frá og með 5. umferð.
Þetta þýðir að til að mynda mun stórleikur Arsenal og Manchester United í 3. umferð fara fram án notkunar VAR.
„Þessi ákvörðun tryggir að jafnræði verður í dómgæslu fyrir öll þau lið sem taka þátt á sama stigi keppninnar,“ segir meðal annars í yfirlýsingu vegna málsins.