Marcus Rashford fagnaði sigri Manchester United gegn Manchester City í gær þrátt fyrir að hafa ekki verið valinn í hóp.
Rashford og Alejandro Garnacho voru hafði utan hóps í gær í óvæntum 1-2 sigri United.
Rashford smellti sér á Instagram eftir leik og fagnaði sigrinum vel og innilega en Garnacho hefur ekki látið í sér heyra.
„Allt sem þú vilt er að United vinni, sama hvað er í gangi,“ skrifaði svo bróðir Rashford og umboðsmaður, Dwaine Maynard, í svari við færslu Rashford.
Rashford er nú sterklega orðaður burt frá United en dagar hans á Old Trafford gætu verið taldir með Ruben Amorim í stjórnvölinn.