Bournemouth tók á móti West Ham í lokaleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Mörkin létu lengi standa á sér í dag en það var Lucas Paqueta sem kom West Ham yfir af vítapunktinum á 87. mínútu.
Það reyndist þó ekki sigurmarkið því skömmu síðar jafnaði Enes Unal leikinn fyrir heimamenn.
Meira var ekki skorað og lokatölur 1-1.
Bournemouth er í sjötta sæti með 25 stig eftir sitt frábæra tímabil það sem af er. West Ham er í fjórtánda sæti með 19 stig.