Það er mikið talað um Gary O’Neil þessa dagana en hann er stjóri Wolves í ensku úrvalsdeildinni.
Miklar líkur eru á að O’Neil sé að missa starfið og þá sérstaklega eftir 2-1 tap heima gegn Ipswich í gær.
Wolves er komið í harða fallbaráttu í deildinni og eru allar líkur á að eigendur liðsins breyti til.
Það vakti athygli í gær hver var mættur að horfa á leikinn á Molineaux vellinum en Ole Gunnar Solskjær fylgdist með gangi mála.
Solskjær er fyrrum stjóri Manchester United og eru sögusagnir í gangi um að hann taki mögulega við af O’Neil.
Solskjær er 51 árs gamall en hann hefur verið án starfs eftir að hafa yfirgefið United fyrir þremur árum.