fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“

433
Sunnudaginn 15. desember 2024 08:00

Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd: Lyngby

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Atli Magnússon, landsliðsmaður og leikmaður Lyngby í Danmörku, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Það muna eflaust margir eftir endurkomu Gylfa Þórs Sigurðssonar á knattspyrnuvöllinn í september í fyrra. Hann gekk í raðir Lyngby eftir langa fjarveru frá vellinum og kom inn á sem varamaður á móti Vejle í dönsku úrvalsdeildinni í september.

„Nei, þetta var magnað. Hann kom aðeins seinna út í upphitun og viðtökurnar sem hann fékk, ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli,“ sagði Sævar um þennan eftirminnilega dag.

video
play-sharp-fill

„Það voru allir að kalla eftir því að fá hann inn á og svo var ég tekinn út af fyrir hann, sem var bara fínt,“ sagði hann enn fremur, en stuðningsmenn Lyngby dýrkuðu að fá Gylfa til liðsins þó hann hafi aðeins verið þar um stut skeið.

„Maður er enn að sjá fólk í Sigurðsson-treyju.“

Leikmenn voru ekki síður spenntir.

„Það var líka mikil spenna innan leikmannahópsins. Margir hugsuðu bara: Af hverju er hann að koma. Og nú þyrfti hann að spila því þetta er leikmaður sem er betri en við allir, við vissum það bara. En þetta truflaði okkur ekki, við vorum með Freysa sem er góður í að halda mönnum á jörðinni,“ sagði Sævar.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Meira
Einkaviðtal við Gylfa Þór: Ræðir endurkomu kvöldsins á einlægan hátt – „Þetta var bara yndislegt“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrsta tap Bayern staðreynd

Fyrsta tap Bayern staðreynd
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Í gær

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“
Hide picture