Sævar Atli Magnússon, landsliðsmaður og leikmaður Lyngby í Danmörku, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Það muna eflaust margir eftir endurkomu Gylfa Þórs Sigurðssonar á knattspyrnuvöllinn í september í fyrra. Hann gekk í raðir Lyngby eftir langa fjarveru frá vellinum og kom inn á sem varamaður á móti Vejle í dönsku úrvalsdeildinni í september.
„Nei, þetta var magnað. Hann kom aðeins seinna út í upphitun og viðtökurnar sem hann fékk, ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli,“ sagði Sævar um þennan eftirminnilega dag.
„Það voru allir að kalla eftir því að fá hann inn á og svo var ég tekinn út af fyrir hann, sem var bara fínt,“ sagði hann enn fremur, en stuðningsmenn Lyngby dýrkuðu að fá Gylfa til liðsins þó hann hafi aðeins verið þar um stut skeið.
„Maður er enn að sjá fólk í Sigurðsson-treyju.“
Leikmenn voru ekki síður spenntir.
„Það var líka mikil spenna innan leikmannahópsins. Margir hugsuðu bara: Af hverju er hann að koma. Og nú þyrfti hann að spila því þetta er leikmaður sem er betri en við allir, við vissum það bara. En þetta truflaði okkur ekki, við vorum með Freysa sem er góður í að halda mönnum á jörðinni,“ sagði Sævar.
Umræðan í heild er í spilaranum.
Meira
Einkaviðtal við Gylfa Þór: Ræðir endurkomu kvöldsins á einlægan hátt – „Þetta var bara yndislegt“