Það er styttra í að miðjumaðurinn Rodri snúi aftur á völlinn en búist var við samkvæmt fregnum dagsins.
Rodri er einn allra mikilvægasti leikmaður Manchester City og hefur verið frá undanfarið eftir aðgerð.
Spánverjinn meiddist illa gegn Arsenal í september á þessu ári og þurfti að fara í aðgerð í kjölfarið.
Samkvæmt nýjustu fregnum er Rodri langt á undan áætlun á sínum batavegi og gæti náð síðustu leikjum City í ensku úrvalsdeildinni.
Rodri er byrjaður að hlaupa á æfingum en hann er 28 ára gamall og hefur City saknað hans mikið undanfarnar vikur.