Kylian Mbappe er franski fótboltamaður ársins en hann er leikmaður Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni.
Þessi 25 ára gamli leikmaður var valinn bestur á dögunum en hann fékk 56 atkvæði leikmanna gegn 51 sem William Saliba fékk.
Saliba er varnarmaður Arsenal og hefur átt virkilega gott ár en það sama má kannski ekki segja um Mbappe sem hefur ekki staðist væntingar á Spáni.
Stjörnur á borð við Karim Benzema og N’Golo Kante ákváðu að velja Mbappe ekki í efstu þrjú sætin – eitthvað sem hefur vakið athygli.
Benzema kaus þá Eduardo Camavinga, Bradley Barcola og Warren Zaire-Emery sem eru allir mjög efnilegir leikmenn.
Kante fór sömu leið og Benzema en hann valdi þó Saliba, Jules Kounde og Camavinga. Þrátt fyrir það fékk Mbappe nógu mörg atkvæði og var að lokum valinn bestur.