Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur líkt Rodri, leikmanni liðsins, við körfubolta goðsögnina Michael Jordan.
Rodri er einn mikilvægasti ef ekki mikilvægasti leikmaður City en hann hefur misst af síðustu leikjum vegna meiðsla.
Spánverjinn er gríðarlega mikilvægur á miðju City sem hefur án hans aðeins unnið einn af síðustu tíu leikjum.
City fær áhugavert verkefni í dag en liðið spilar við granna sína í Manchester United á Etihad vellinum.
,,Á þessu tímabili erum við að spila án sigurvegara Ballon d’Or og besta leikmanns Englands á síðustu leiktíð. Auðvitað er það erfitt,“ sagði Guardiola.
,,Chicago Bulls vann sex NBA titla með Michael Jordan í liðinu ekki rétt? Síðan Jordan hætti, hversu oft hafa þeir unnið?“