Chelsea vann tæpan sigur á liði Brentford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leikið var á Stamford Bridge.
Heimamenn í bláu voru töluvert sterkari aðilinn í þessum leik og komust yfir með skallamarki Marc Cucurella á 43. mínútu.
Brentford byrjaði loks að ógna marki Chelsea þegar leið á seinni hálfleikinn en næsta mark var einnig heimamanna og það skoraði Nicolas Jackson með fínu skoti.
Bryan Mbuemo tókst að minnka muninn fyrir gestina áður en flautað var til leiksloka en lokatölur 2-1 fyrir þeim bláklæddu sem eru í öðru sæti deildarinnar.
Southampton fékk Tottenham í heimsókn á sama tíma þar sem gestirnir léku á alls oddi og höfðu betur mjög sannfærandi 5-0.
Öll mörk Tottenham voru skoruð í fyrri hálfleiknum og var sigurinn því aldrei í neinni hættu.
Chelsea 2 – 1 Brentford
1-0 Marc Cucurella(’43)
2-0 Nicolas Jackson(’80)
2-1 Bryan Mbuemo(’90)
Southampton 0 – 5 Tottenham
0-1 James Maddison(‘1)
0-2 Son Heung Min(’12)
0-3 Dejan Kuluevski(’14)
0-4 Pape Sarr(’25)
0-5 James Maddison(’45)