Það má segja það að það sé rætt um hina umdeildu Wanda Nara í nánast hverjum einasta mánuði en hún er afskaplega umdeild.
Wanda er fyrrum eiginkona Mauro Icardi, leikmanns Galatasaray, en saman eiga þau nokkur börn voru gift um langt skeið.
Icardi hefur fundið nýja ást í sínu lífi en Wanda starfaði einnig sem umboðsskona hans er hjónabandið var upp á sitt besta.
Nú hefur Wanda enn og aftur komist í fréttirnar fyrir að birta mynd á Instagram þar sem sést í geirvörtu hennar.
Margir telja að Wanda sé einfaldlega athyglissjúk á samskiptamiðlum en hún hefur verið minna í sviðsljósinu eftir skilnað við Icardi.
,,Þú gerir allt og reynir allt til þess að fanga forsíðurnar. Ertu nú farin að auglýsa á þér geirvörturnar fyrir athygli?“ skrifar einn við nýjustu færslu Wanda.
Fleiri taka undir en Wanda á einnig sitt stuðningsfólk sem hrósar fallegum og vel teknum myndum.
Dæmi nú hver fyrir sig.