Fyrrum knattspyrnumaðurinn Kevin Campbell var heiðraður á Emirates vellinum í gær er Arsenal spilaði við Everton í ensku úrvalsdeildinni.
Campbell spilaði með báðum þessum liðum á ferlinum en hann lést í júní á þessu ári aðeins 54 ára gamall.
Campbell hafði glímt við veikindi um stutta stund áður en hann lést en hann lék lengi vel í ensku úrvalsdeildinni.
Englendingurinn var vinsæll á meðal stuðningsmanna Arsenal og Everton sem skildu jöfn í gær, 0-0.
Minning Campbel var heiðruð fyrir leik gærdagsins en systir hans Lorna var mætt á völlinn að fylgjast með.
Mynd af þessu má sjá hér.