Mikel Arteta, stjóri Arsenal, viðurkennir að það sé erfitt fyrir bæði fyrir hann og Raheem Sterling að sá síðarnefndi fái ekki fleiri mínútur í dag.
Sterling er í láni hjá Arsenal frá Chelsea en hann fær að spila mjög takmarkað magn af mínútum á Emirates í dag.
Arteta segist vilja nota Sterling meira en kýs frekar að treysta á aðra leikmenn enda hefur gengi liðsins verið gott í vetur.
,,Þetta hefur verið mjög erfitt fyrir hann og fyrir mig að gefa honum ekki frekari mínútur,“ sagði Arteta.
,,Þegar hann byrjar ekki þá er ég nánast alltaf að setja menn inná til að spara mínútur eða vegna meiðslahættu, það er aldrei taktísk ákvörðun.“
,,Ég væri til í að spila honum meira því ég tel að hann geti hjálpað liðinu mikið. Hann er góður í búningsklefanum og vill mikið fá að spila.“