Það vekur heldur betur athygli í dag að Marcus Rashford og Alejandro Garnacho eru ekki með Manchester United gegn Manchester City.
Um er að ræða mikilvægan grannaslag sem fer fram á Etihad en þessir tveir lykilmenn eru ekki í hópnum.
Greint er frá því að báðir leikmenn hafi æft á æfingasvæði United í morgun og var útlit fyrir að þeir myndu taka þátt.
Ruben Amorin, stjóri United, hefur tjáð sig um málið en hann hafði þetta að segja fyrir upphafsflautið.
,,Ég fylgist með öllu. Hvernig þú borðar, hvernig þú klæðir þig fyrir leiki. Allt saman,“ sagði Amorim.
,,Ég fer svo yfir stöðuna og tek ákvörðun um framhaldið.“