Declan Rice, leikmaður Arsenal, bað um skiptingu í gær er hans menn spiluðu við Everton í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta hefur Mikel Arteta, stjóri Arsenal, staðfest en Rice spilaði 62 mínútur í jafntefli á Emirates.
Arteta segir að Rice hafi beðið um að fá skiptinu eftir um klukkutíma en hann hefur fundið fyrir sársauka síðustu vikuna.
Það er ólíklegt að um alvarleg meiðsli sé að ræða en litlar líkur eru á að Rice spili næsta leik liðsins.
Arsenal tekur á móti Crystal Palace þann 18. desember en þar er leikið í enska deildabikarnum.