Vestri í Bestu deild karla hefur samið við leikmann að nafni Diego Montiel en hann er genginn í raðir félagsins.
Vestri greinir frá þessu á samskiptamiðlum í kvöld en um er að ræða 29 ára gamlan miðjumann.
Montiel hefur spilað í Svíþjóð og í Danmörku og stoppaði einnig stutt hjá Beerschot í Belgíu.
Hann á að baki leiki fyrir sænska U17 landsliðið og mun hjálpa Vestra fyrir komandi átök á næsta ári.