Mohamed Salah hefur verið gagnrýndur af knattspyrnuheiminum fyrir ummæli sem hann lét falla í viðtali við heimasíðu félagsins.
Liverpool birti myndband af leik liðsins í Meistaradeildinni þar sem Salah átti frábæra sendingu á Harvey Elliott sem skoraði.
Salah þykir vera mjög hrokafullur í þessu ágæta viðtali en það var þó augljóst fyrir flest alla að hann hafi aðeins verið að grínast.
Margir hafa þó gagnrýnt þetta viðhorf egypska landsliðsmannsins sem er talinn vera einn besti leikmaður heims um þessar mundir.
,,Sjáið hver gefur sendinguna á hann. Auðvelt. Fótbolti er auðveldur,“ sagði Salah í viðtalinu.
Egyptinn hélt áfram og og í gríni sagði hann að enginn annar í liðinu gæti boðið upp á slíka sendingu.
,,Það er enginn annar í þessu liði sem er með gæðin til að gefa svona sendingu svo það hlýtur að vera ég.“
,,Það er einhver að horfa fram völlinn og gefa boltann þangað svo það hlýtur að vera ég.“