fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“

Victor Pálsson
Laugardaginn 14. desember 2024 17:41

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ange Postecoglou segir að hann hafi ekki verið að gagnrýna sóknarmanninn Timo Werner í miðri viku.

Postecoglou var virkilega ósáttur með Werner eftir 1-1 jafntefli við Rangers í Evrópudeildinni og var ekki hrifinn af hans frammistöðu.

Postecoglou talaði um að frammistaða Werner hefði verið óásættanlegt og að hann væri langt frá því að spila sinn besta leik.

Ástralinn geðþekki hefur nú útskýrt ummælin og vill meina að hann hafi ekki verið að gagnrýna heldur að gefa sína eigin skoðun á frammistöðunni.

,,Ég var ekki að gagnrýna hann. Þetta var mín skoðun á málinu. Að gagnrýna einhvern er að segja eitthvað sem hjálpar ekki,“ sagði Postecoglou.

,,Það er oft notað sem afsökun. Ég vil gefa mína skoðun á málum og reyna að hjálpa og bæta leikmenn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“