Mario Lemina er ekki lengur fyrirliði Wolves í ensku úrvalsdeildinni en þetta hefur Gary O’Neil staðfest.
O’Neil er stjóri Wolves og er undir gríðarlegri pressu eftir virkilega slakt gengi á þessu tímabili.
Lemina missti hausinn á mánudaginn er Wolves spilaði við West Ham á útivelli og tapaði viðureigninni 2-1.
Lemina öskraði á bæði liðsfélaga sína og þjálfarateymið og hefur O’Neil því þurft að taka ákvörðun vegna þess.
Nelson Semedo, bakvörður Wolves, mun taka að sér fyrirliðastöðuna í staðin en Lemina er sagður skilja stöðuna.
O’Neil segist hafa rætt við miðjumanninn öfluga og áttar hann sig á því að hann hafi farið yfir strikið í síðasta leik.