Friedkin Group er loksins að eignast enska félagið Everton en frá þessu er greint í grein the Times.
Um er að ræða bandaríska fjárfesta sem hafa lengi reynt að festa kaup á Everton sem er í eigu Farhad Moshiri.
Moshiri hefur lengi haft mikinn áhuga á að selja sinn 94,1 prósent hlut í Everton en það hefur gengið erfiðlega hingað til.
Dan Friedkin er höfuðpaurinn í þessum kaupum en hann á einnig stærstan hluta í liði Roma á Ítalíu.
Samkvæmt Times hefur enska úrvalsdeildin samþykkt þessa sölu Moshiri og er útlit fyrir að kaupin gangi í gegn í næstu viku.
Friedkin Group reyndi að eignast Everton á síðasta ári en hætti við að lokum vegna fjárhagsstöðunnar á Goodison Park.