Frakkinn Paul Pogba hefur gefið í skyn að hann sé búinn að finna sér nýtt félag fyrir árið 2025.
Pogba birti ansi óskýra færslu á Instagram síðu sína fyrir helgi en hann virðist þar benda á að tilkynning nálgist.
Pogba er án félags í dag eftir að hafa yfirgefið Juventus en hann má ekki spila fótbolta fyrr en í mars á næsta ári.
Þessi 31 árs gamli leikmaður var dæmdur í bann fyrir ólöglega steranotkun og var samningi hans rift við Juventus.
Hvert Pogba er að fara er ekki vitað að svo stöddu en hann er orðaður við England, Ítalíu og Sádi Arabíu.
Færslu Pogba má sjá hér.