Bayern Munchen missteig sig hressilega í þýsku Bundesligunni í dag er liðið mætti Mainz.
Bayern var að tapa sínum fyrsta deildarleik á tímabilinu en Mainz hafði óvænt betur 2-1 á heimavelli.
Leroy Sane skoraði eina mark Bayern á 87. mínútu leiksins en hann lagaði þá stöðuna í 2-1 fyrir gestina.
Bayern hafði ekki tapað í 13 deildarleikjum fyrir leikinn í dag og er nú aðeins með fjögurra stiga forskot á toppnum.
Bayer Leverkusen nýtti sér mistök Bayern en liðið vann Asugsburg 2-0 og er nú í öðru sæti með 29 stig.