Það er möguleiki á að Ben White sé ekki búinn að spila sinn síðasta landsleik fyrir England eftir komu Thomas Tuchel.
White gaf ekki lengur kost á sér undir stjórn Gareth Southgate sem lét af störfum í sumar en nú er nýr maður að taka við.
,,Við byrjum alveg frá byrjun og með ferskt sjónarhorn. Þetta byrjar í janúar,“ sagði Tuchel.
,,Ég verð mættur á völlinn frá og með janúar. Leikmennirnir ættu að vita af því. Auðvitað mun ég reyna að ræða við þá.“
Tuchel var svo spurður út í White og staðfesti að hann myndi tala við bakvörðinn á næstunni.
,,Já. Ég mun hafa samband við hann.“