Tvö topplið eru í eldlínunni í ensku úrvalsdeildinni í dag en fjórir leikir fara fram klukkan 15:00.
Arsenal fær nokkuð þægilegan heimaleik gegn Everton en gengi þess síðarnefnda hefur verið nokkuð slæmt í vetur.
Arsenal getur komist í annað sæti deildarinnar með sigri en þar situr Chelsea með 31 stig, tveimur stigum á undan grönnum sínum.
Topplið Liverpool fær þá Fulham í heimsókn en Fulham hefur spilað vel í flestum sínum leikjum og er til alls líklegt.
Hér má sjá byrjunarliðin í leikjunum.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, Van Dijk, Robertson, Szoboszlai, Gravenberch, Jones, Salah, Gakpo, Diaz.
Fulham: Leno, Tete, Diop, Cuenca, Robinson, Berge, Iwobi, Wilson, Pereira, Lukic, Jimenez.
Arsenal: Raya, Timber, Saliba, Gabriel, Lewis-Skelly, Odegaard, Rice, Merino, Saka, Martinelli, Havertz.
Everton: Pickford, Young, Tarkowski, Branthwaite, Mykolenko, Gueye, Mangala, Ndiaye, Harrison, Doucoure, Calvert-Lewin.