Chelsea er mögulega besta og hættulegasta lið ensku úrvalsdeildarinnar í dag að sögn Thomas Frank, stjóra Brentford.
Brentford fær erfitt verkefni á morgun en liðið heimsækir þá einmitt Chelsea í leik sem hefst 19:00.
Chelsea hefur spilað mjög vel á undanförnum vikum og þrátt fyrir að vera ekki á toppnum er liðið kannski hættulegra en Liverpool að mati Frank.
,,Ég býst við áhugaverðum leik, þetta eru tvö góð lið. Þeir eru mögulega besta liðið í úrvalsdeildinni í dag,“ sagði Frank.
,,Þeir eru mögulega að gera betur en Liverpool í dag, jafnvel þó þeir séu á toppi deildarinnar.“
,,Chelsea er að spila magnaðan fótbolta og eru vel þjálfaðir. Enzo Maresca hefur gert frábæra hluti hingað til og þeir eru hættulegir.“