Það er búist við því að varnarmaðurinn Gabriel verði með liði Arsenal sem spilar gegn Everton um helgina.
Frá þessu greina nokkrir enskir miðlar en Gabriel er einn allra mikilvægasti leikur Arsenal og hefur verið í marga mánuði.
Brasilíumaðurinn meiddist í leik gegn West Ham í síðasta mánuði og hefur ekki stigið á völlinn síðan þá.
Hann þurfti að fara af velli gegna meiðsla aftan í læri og var búist við að hann yrði frá í lengri tíma.
Samkvæmt nýjustu fregnum er Gabriel þó allur að koma til og er líklegur til að spila gegn Everton um þessa helgi.