Kylian Mbappe var ekki mættur ásamt liðsfélögum sínum í Real Madrid í matarveislu sem var haldin í boði félagsins.
Um var að ræða ákveðið jólaboð sem Real bauð upp á en öllum leikmönnum var boðið og mættu þeir allir.
Mbappe var hins vegar ekki sjáanlegur en að sögn Relevo er Frakkinn veikur en það eru ekki allir stuðningsmenn Real sem kaupa þá afsökun.
Mbappe hefur ekki upplifað frábærar vikur undanfarið en hann kom til spænska félagsins frá Paris Saint-Germain í sumar.
Spilamennskan hingað til hefur verið fyrir neðan væntingar og hefur Mbappe til að mynda klikkað á tveimur vítaspyrnum á stuttum tíma.
Real birti mynd af gestum á heimasíðu sína en þar var enginn Mbappe sem er sagður vera með hita en hvort það sé satt verður að koma í ljós.