Chelsea á Englandi ákvað að verðlauna 500 manns sem mættu á leik liðsins í Sambandsdeildinni á fimmtudag.
Um 500 manns mættu á leik Chelsea og Astana í Kasakstan en leikið var í ansi slæmum aðstæðum og við mikinn kulda.
Það voru þó margir sem gerðu sér leið á þennan leik erlendis frá en sumir þurfti að ferðast rúmlega fimm þúsund kílómetra.
Chelsea ákvað að verðlauna þessa menn eða konur fyrir komuna og fengu þau öll minnisgrip í boði félagsins.
Um var að ræða einhvers konar lyklakippu en á merkinu stendur einfaldlega ‘Over land & sea.’
Talið er að um helmingur stuðningsmanna Chelsea hafi komið frá London en aðrir eru búsettir annars staðar í Evrópu.