Liverpool hefur sótt hinn 16 ára gamla Lucas Clarke frá Manchester City.
Um er að ræða efnilegan varnarmann og kemur hann inn í U-16 ára lið Liverpool, til að byrja með hið minnsta.
„Svo glaður að hafa skrifað undir hjá Liverpool. Get ekki beðið eftir að byrja,“ skrifaði Clarke eftir undirskrift.