Esteve Calzada, stjórnarformaður Al Hilal í Sádi-Arabíu, var spurður út í þann möguleika að krækja í Cristiano Ronaldo frá keppinautunum í Al Nassr fyrir HM félagslið næsta sumar.
Al Hilal verður með Real Madrid, Salzburg og Pachuca í gjörbreyttu og stærra HM félagsliða í Bandaríkjunum næsta sumar.
„Þetta hljómar eins og vísindaskáldskapur,“ sagði Calzada, spurður út í Ronaldo.
„Hann er ekki okkar leikmaður svo það er erfitt að tjá sig um þetta. Hann er ekki á lausu og það er ekkert að ræða.“
Hinn 39 ára gamli Ronaldo er samningsbundinn Al Nassr út þessa leiktíð.