Það er búið að draga í riðla í undankeppni HM 2026 og ljóst hvaða liðum Strákarnir okkar mæta í undankeppninni.
Ísland er í fjögurra liða riðli þar sem liðið keppir í umspili Þjóðadeildarinnar í mars og getur ekki keppt í þeim glugga.
Andstæðingar Íslands eru Frakkland eða Króatía (vegna Þjóðadeildar), Úkraína og Aserbaídjan, en allir leikirnir verða spilaðir á næsta ári. Ljóst er að þetta er alls enginn draumariðill fyrir Ísland.
Liðið sem sigrar riðilinn fer beint á HM en liðin í öðru sæti í umspil um sæti á mótinu.
Í fyrsta sinn verða 48 lið á HM 2026 og fjölgar þeim þar með úr 32 liðum.
Svona eru allir undanriðlarnir fyrir HM 2026:
A-riðill
Þýskaland/Ítalía
Slóvakía
Norður-Írland
Lúxemborg
B-riðill
Sviss
Svíþjóð
Slóvenía
Kósóvó
C-riðill
Portúgal/Danmörk
Grikkland
Skotland
Belarús
D-riðill
Frakkland/Króatía
Úkraína
Ísland
Aserbaídjan
E-riðill
Spánn/Holland
Tyrkland
Georgía
Búlgaría
F-riðill
Portúgal/Danmörk
Ungverjaland
Írland
Armenía
G-riðill
Spánn/Holland
Pólland
Finnland
Litháen
Malta
H-riðill
Austurríki
Rúmenía
Bosnía
Kýpur
San Marínó
I-riðill
Þýskaland/Ítalía
Noregur
Ísrael
Eistland
Moldóva
J-riðill
Belgía
Wales
Norður-Makedónía
Kasakstan
Liechtenstein
K-riðill
England
Serbía
Albanía
Lettland
Andorra
L-riðill
Frakkland/Króatía
Tékkland
Svartfjallaland
Færeyjar
Gíbraltar