Erling Braut Haaland hefur ekki fundið sig undanfarið frekar en lið Manchester City í heild.
Liðið er komið í vandræði í Meistaradeildinni eftir enn eitt tapið á síðustu vikum gegn Juventus á dögunum, 2-0.
Erlendir miðlar hafa töluvert fjallað um tölfræði Haaland í þessum leik en hún er vægast sagt slök.
Haaland átti aðeins níu heppnaðar sendingar í leiknum og tvö skot svo dæmi séu nefnd. Eitt þeirra var á rammann.
Norski framherjnn fór þá ekki upp í einn skallabolta og snerti boltann bara 18 sinnum í öllum leiknum.
Það verður áhugavert að sjá hvort Haaland og lið City nái að rífa sig í gang á næstunni.