Troy Deeney, sem gerði garðinn lengi frægan með Watford, segir að Tottenham myndi henta Marcus Rashford vel.
Rashford er nú sterklega orðaður burt frá Manchester United en hann hefur ekki fundið sig í vel á annað ár.
„Með fullri virðingu held ég að hann hafi grætt á því undanfarin ár að vera stjórstjarna því Manchester United hefur verið svo lélegt. Hann hefur fengið að spila áfram þó hann standi sig mjög illa. Ég held hann hafi ekki alveg unnið sér inn fyrir að vera settur á þennan stað,“ sagði Deeney.
„Ef ég má vera smá leiðinlegur þá hentar hann Tottenham sennilega vel því það býst enginn við neinu þar. Leikmennirnir sem fara þangað, það er ekki búist við því að þeir vinni neitt er það?“