Arsenal sýndi Cristiano Ronaldo áhuga á sínum tíma áður en leikmaðurinn yfirgaf lið Real Madrid fyrir Juventus.
Þetta segir Patrice Evra, góðvinur Ronaldo, en þeir lék lengi saman hjá Manchester United áður en sá portúgalski hélt til Spánar.
Arsenal vildi fá Ronaldo er hann var á mála hjá Real en það kom aldrei til greina fyrir stórstjörnuna að semja við óvinina í London að sögn Evra.
,,Hefur Cristiano einhvern tímann viljað ganga í raðir PSG? Já. Það voru PSG og Arsenal sem komu til greina en það var áður en hann samdi við Juventus árið 2018,“ sagði Evra.
,,Hann gat valið á mikki Chelsea, Juventus og Paris. Hann sagði að hann myndi aldrei semja við Arsenal. Hann hafði þó áhuga á verkefninu í París.“
,,Það er hægt að gagnrýna Cristiano en hann hefði aðlagast hvar sem er og lagt allt í verkefnið. Horfið á hvað hann er að gera í Sádi Arabíu. Hann er í Sádi!“