KSÍ mun halda tvö KSÍ C 1 þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í janúar. Það fyrra verður helgina 11.-12. janúar og það síðara verður helgina 18.-19. janúar. Þau námskeið fara fram á íslensku og gerð er sú krafa að þátttakendur hafi góðan skilning á tungumálinu.
Þátttakendur fá aðgang að kennsluforritinu Canvas eftir að skráningu lýkur. Fram að námskeiði þurfa þátttakendur að nýta tímann til undirbúnings, horfa á fyrirlestra, svara spurningum úr einstaka fyrirlestrum og undirbúa umræðuefni.
Ath. – skráningu á fyrra námskeiðið lýkur 3. janúar og skráningu á síðara námskeiðið lýkur 10. janúar.
Námskeiðið er opið öllum sem áhuga hafa en aldurstakmark er á námskeiðið. Þátttakendur þurfa að vera fæddir árið 2009 eða fyrr.
Dagskrá námskeiðsins er að finna hér að neðan. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.
Námskeiðsgjald er 35.000 kr.
Markmið KSÍ C þjálfaranámskeiðsins er að gefa þjálfurum tæki og tól til að:
-Búa börnum og unglingum öruggt umhverfi til að stunda knattspyrnu
-Skipuleggja æfingar
-Efla færni sína í þjálfun/kennslufræði
-Bjóða iðkendum upp á æfingar við hæfi
Skráning:
11.-12. janúar (skráningu lýkur 3. janúar)
18.-19. janúar (skráningu lýkur 10. janúar)
Ath. af gefnu tilefni fylgja hér fyrir neðan reglur fræðslunefndar KSÍ um mætingu á þjálfaranámskeið:
-Fjarvist vegna KSÍ: (t.d. leikir í móti og landsliðsæfingar) að hámarki 4 kennslustundir. 5 kennslustundir þýðir nýtt námskeið.
-Fjarvist af öðrum ástæðum: að hámarki 2 kennslustundir. 3-4 kennslustundir þýðir verkefni. 5 kennslustundir þýðir nýtt námskeið.
Vinsamlegast athugið að mót á vegum KSÍ eru Lengjubikar, Bikarkeppni KSÍ og Íslandsmót. Önnur mót eru ekki á vegum KSÍ.