Moise Kean, leikmaður Fiorentina, er að gefa út sína fyrstu plötu sem tónlistarmaður en hann er einhver sem margir kannast við.
Kean hefur lengi verið þekkt nafn í boltanum en hann á að baki leiki fyrir Juventus, Everton, PSG og nú Fiorentina.
Fyrrum undrabarnið hefur ákveðið að gefa út plötuna ‘Chosen’ og birti svakalega mynd á samskiptamiðla í vikunni.
Kean á íslenskan liðsfélaga í Fiorentina en Albert Guðmundsson er leikmaður liðsins og virðast þeir ná nokkuð vel saman.
Kean framleiðir tónlist í sínum frítima en platan verður gefin út þann 16. desember næstkomandi.
Ítalinn var á sínum tíma talinn einn sá efnilegasti í Evrópu en hann er 24 ára gamall í dag.