Það eru ekki allir sem vita að það er gríðarlega langt síðan Jack Grealish var á skotskónum í keppnisleik.
Grealish er alls ekki aðalmaðurinn hjá Manchester City í dag en undanfarin þrjú ár hefur hann skorað 11 mörk í 85 deildarleikjum.
Síðustu mánuðir hafa verið afskaplega erfiðir fyrir Grealish sem var frábær fyrir Aston Villa fyrir komuna til City.
Grealish hefur ekki skorað mark í keppnisleik í heilt ár en hans síðasta mark var skorað gegn Crystal Palace þann 16. desember 2023.
Grealish hefur tekið þátt í 16 leikjum á þessu tímabili fyrir City en hefur ekki tekist að opna markareikninginn.
Englendingurinn var þá ekki upp á sitt besta síðasta vetur þar sem hann skoraði þrjú mörk í 36 leikjum.