fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 13. desember 2024 16:00

Mynd: Víkingur R.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarki Björn Gunnarsson er endanlega genginn í raðir ÍBV frá Víkingi, þaðan sem hann hefur verið á láni í tvö ár.

Bjarki var hluti af liði Eyjamanna sem fór upp í efstu deild í sumar og er nú mættur þangað alfarið.

Tilkynning ÍBV
Knattspyrnumaðurinn Bjarki Björn Gunnarsson hefur fengið félagaskipti í ÍBV en hann hefur verið á láni hjá félaginu síðustu tvö ár. Hann lék 14 leiki fyrir ÍBV í deildinni á árinu og skoraði í þeim 5 mörk en tvö þeirra voru meðal fallegustu marka deildarinnar.

Bjarki er uppalinn hjá Víkingi Reykjavík og skiptir til ÍBV þaðan en hann hefur leikið á láni síðustu fimm tímabil, fyrst hjá Haukum, síðan Þrótti Vogum, síðan Kórdrengjum og síðustu tvö ár hjá ÍBV, bæði í Bestu deildinni og Lengjudeildinni.

Bjarki er ekki bara frábær leikmaður heldur einnig frábær liðsfélagi og hefur hann á tíma sínum hjá félaginu verið góður liðsstyrkur innan sem utan vallar. 

Það eru frábærar fréttir að Bjarki velji að taka sín næstu skref á knattspyrnuferlinum hjá ÍBV og skrifaði hann undir þriggja ára samning á dögunum. Knattspyrnuráð hlakkar til áframhaldandi samstarfs við Bjarka og býður hann velkominn til ÍBV á ný.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Var ekki með í gær eftir að fjögurra ára sonur hans lést mjög óvænt

Var ekki með í gær eftir að fjögurra ára sonur hans lést mjög óvænt
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“
433Sport
Í gær

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga
433Sport
Í gær

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni
433Sport
Í gær

Loftið hrundi þegar fréttamenn voru að spyrja – Mikil heppni að ekki fór verr

Loftið hrundi þegar fréttamenn voru að spyrja – Mikil heppni að ekki fór verr