Ítalska goðsögnin Fabio Capello hefur sent væna pillu á Pep Guardiola sem er þjálfari Manchester City.
Guardiola hefur gert stórkostlega hluti með City undanfarin ár en gengi liðsins þennan veturinn hefur verið slæmt.
City á í erfiðleikum með að safna stigum í bæði úrvalsdeild og Meistaradeild en liðið tapaði 2-0 gegn Juventus í miðri viku.
Capello segir að Guardiola sé hrokafullur maður og að hann reyni að draga athygli að sjálfum sér frekar en leikmönnum liðsins.
,,Guardiola er frábær þjálfari en hann er alltof hrokafullur og dómharður. Það hefur komið fyrir að hann tapar titlum því hann vill sanna það að hann sjálfur sé að vinna medalíurnar frekar en leikmenn,“ sagði Capello.
,,Hann hefur tekið þá ákvörðun að bekkja lykilmenn í stórum leikjum. Að mínu mati er það hans tilraun til að komast í sviðsljósið og taka fyrirsagnirnar af leikmönnunum.“